Lífspekifélagið

   Theosophical Society

 

Alan Keightley er fæddur í West Midlands í Englandi. Hann starfaði við Bresku járnbrautirnar í nokkur ár, en hóf síðan nám í guðfræði og lauk prófi frá háskólanum í Bristol 1971. Hann stundaði síðan rannsóknir við háskólann í Brimingham á heimspeki Wittgensteins og áhrifum hennar á trúarskilning manna og lauk doktorsprófi í þeim fræðum 1974. Hann er höfundur bókanna Wittgenstein, Grammar and God (1976) og Religion and the Great Fallacy (1983).