Lífspekifélagið

   Theosophical Society                                       Óska eftir að fá fréttabréf Lífspekifélagsins

Dagskrá í húsi Lífspekifélagsins (Guðspekifélagsins)
að Ingólfsstræti 22

Reglulegir fundir frá byrjun okt til loka apríl.
Fundartími á föstudögum er kl. 20. Á laugardögum
er aðaláhersla á hugleiðingu (íhugun) og fræðslu tengdri
henni eða annað efni.24. nóv. föstudagur kl 20,00

Unnur Valdís Kristjánsdóttir fjallar um Yoga Nidra.
Yoga Nidra er einstaklega nærandi djúpslökun og getur haft umbreytandi áhrif á orkuflæði okkar. Allir velkomnir.

Unnur Valdís er Jóga Nidra og Kundalini jógakennari og hefur kennt víðsvegar á Íslandi s.l. 3 ár. Unnur starfar einnig sem vöruhönnuður og hefur einbeitt sér að verkefnum á sviði
nýsköpunar með áherslu á heilsu og vellíðan

 


Haraldur Erlendsson: Stefnumót við alheiminn.

Laugardaginn 25. nóvember klukkan 15:00 verður Haraldur með hugleiðing og svo fræðsla úr bók Sigvalda Hjálmarssonar Stefnumót við alheimin sem fjallar um hugleiðslu tækni Sri Vidya hefðarinnar.

Á undan eða klukkan 13:00 verður fundur fyrir þá sem vilja fræðast um og iðka tantra fræði gyðjunnar Sri Vidya. Sri Vidya er tantrafræði sem Sigvaldi Hjálmarsson kom með til Íslands upp úr 1974. Rætt verður um hefðina og minnst á iðkun á æðstu vitundina innra með manninum (turiya og turyiatita - sem Sigvaldi kallaði dropan og hafið)

Hægt er að mæta á fyrri fundin kl 13, þeir sem ætla bara að vera á seinni fundinum mæta kl 15 Kaffi og með því verður um kl 15.


17. nóv. föstudagur kl 20,00
Jón E Benediktsson fjallar áfram um bókina
Rödd þagnarinnar.18. nóv. laugardagur kl 15
Sigríður Einarsdóttir fjallar um tónlist og les úr
bókinni Kristur í oss.


10. nóv föstudagur kl 20,00 heldur
Þórarinn Þórarinsson erindi: Farið að Steinkrossi.11. nóv. laugardagur kl 15
Pétur Halldórsson segir frá ferð um haustjafndægur
í ár að ætluðum Steinkrossi Lundúna.


3. nóv. föstudagur kl 20,00
Þá er ástæða til að hlæja. Halldór Haraldsson og Jónas Sen ræða um ný út komna bók sem er endurminningar Halldórs.


 

 

4. nóv. laugardagur kl 15
Ástvaldur Traustason segir í máli og myndum frá þriggja mánaða
dvöl sinni í Toshoji, 600 ára gömlu japönsku zen-klaustri.
Fyrir spjallið mun hann vera með leiðbeiningar í zen-hugleiðingu.

 


Frétabréf Lífspekifélagsins kemur úr þrisvar á ári sjá:
MUNDILFARI okt. 16.pdf Nýtt
Hægt er að fá það sent í netpósti með því að skrá sig hér:
Óska eftir að fá Mundilfara fréttabréf LífspekifélagsinsBókasafn og bókaþjónusta

Bókaþjónustan er opin á föstudögum kl. 18:00 til 20:00.

Frá byrjun okt og til loka  apríl
Á sama tíma er bókasafnið opið.
Athugið að tíminn hefur verið færður um dag frá
því sem áður var.
Kristinn Ágúst og fleiri sjá um bókaþjónustuna.
 
Rás Lífspekifélagsins á Youtube með nokkrum erindum