Lífspekifélagið

   Theosophical Society                                       Óska eftir að fá fréttabréf Lífspekifélagsins

Dagskrá í húsi Lífspekifélagsins (Guðspekifélagsins)
að Ingólfsstræti 22

Reglulegir fundir frá byrjun okt til loka apríl.
Fundartími á föstudögum er kl. 20. Á laugardögum
er aðaláhersla á hugleiðingu (íhugun) og fræðslu tengdri
henni eða annað efAth. Fundur fellur niður.

Föstudagur 13. mars kl. 20.00.

Gylfi Aðalsteinsson: Samruni eðlisfræði og mannlegrar vitundar.
Skammtaeðlisfræði hefur gjörbreytt sýn okkar á hvað
er „efni“ og hvað er „raunveruleiki“ og niðurstöður virðast
æ meir draga dám af 2500 ára gömlum kenningum Búdda um raunveruleikann.


Ath. Fundur fellur niður.

Laugardagur 14. mars kl. 15.00 Leifur H. Leifsson: Vitundin, tíminn og vatnið. Hugleiðingar um mystík og trú í ljóðum Steins Steina


Ath. Fundur fellur niður.

Föstudagur 20. mars kl. 20.00.

Helgi G. Garðarson, geðlæknir: Úr fræðum Carl G. Jung


Ath. Fundur fellur niður.

Laugardagur 21. mars kl 15.00
Anna Valdimarsdóttir, sálfræðingur og rithöfundur, talar um listina að lifa.
Föstudagur 27. mars kl. 20.00.
Gylfi Aðalsteinsson: Undur hugleiðslu. Þurfa vísindin að viðurkenna djúpa sjálfskönnun (introspection) sem vísindalega aðferð til að leysa ráðgátur um vitundina
og eðli alheimsins þar sem hefðbundnar vísindaaðferðir
virðast komnar í blindgötu efnishyggju? Föstudagur 3. apr. kl. 20.00.
Mitt líf í tónlist, myndlist og heilun.
Reynir Katrínarson mun segja frá þeim einstöku heimum
og stöðum sem hann tengir sig við svo sem Únal, Fensölum og Lómagnúp þar sem hann fær sínar hugmyndir sem
hann svo miðlar í sínu lífi, list og sköpun.


Föstudagur 17. apríl kl. 20.00.
Lærdómur lífsins eftir sjö ára tímabilum.
Melkorka Freysteinsdóttir mun fara í gegn um kenningu um sjö
ára tímabilin á mannsævinni út frá mannspekilegu sjónarhorni. En við erum að læra heilmikið á hverju tímabili.Fimmtudagur 8. maí kl. 20.00.

Birgir Bjarnason: Er guð óþarfur?
Spjall úr bókinni Ranghugmyndin um guð


 

 


Leshópur heldur áfram kl. 11 á sunnudagsmorgnuHugleiðing á mánudögum
Í vetur heldur áfram hugleiðsluhópur í anda Sri Vidya
á mánudögum. Kynningarfundur var haldinn í janúar og verður hópurinn nú lokaður
fram á næsta haust. Hópinn leiðir Haraldur Erlendsson.
Hann er á vegum Reykjavíkurdeildarinnar.
Hugrækt Á þriðjudögum verður Anna Bjarnadóttir
með Spring Forest Qigong, yoga, hugrækt, slökun o.fl.
Þeir sem hafa áhuga geta haft samband við Önnu í síma 8944849.KakóRó athöfn
Verður haldin sunnudaginn 1. mars
13. apríl, annan í páskum.
21. maí, uppstigningardag.
KakóRó leiðir Kamilla Ingibergsdóttir
yogakennari og tónheilari en hún
hefur stundað yoga og hugleiðslu um árabil.
Takmarkað pláss er í boði og því
nauðsynlegt að bóka pláss.
Nánari upplýsingar.


Aðalfundur félagsins verður haldinn mánudaginn 4. maí kl. 20 í húsi félagsins.


Bókaþjónustan

 

er opin á föstudögum

kl. 19:00 til 20:00.

Frá byrjun okt og til loka  apríl
Á sama tíma er bókasafnið opið.
Athugið að tíminn hefur verið færður um dag frá
því sem áður var.Frétabréf Lífspekifélagsins kemur úr þrisvar á ári sjá:
Hægt er að fá það sent í netpósti með því að skrá sig hér:
Óska eftir að fá Mundilfara fréttabréf Lífspekifélagsins
Rás Lífspekifélagsins á Youtube með nokkrum erindum